Fara í efni

Alþjóðleg jarðvarmaráðstefna í menningarhúsinu Hofi

Íslenskar orkurannsóknir standa fyrir tveimur fjölmennum jarðvísindaviðburðum í menningarhúsinu Hofi fyrstu vikuna í október.
Um 200 jarðvísindamenn og -konur, þar af 43 frá Íslandi, sækja fundi og ráðstefnu dagana 1.-6. október. Vísindafólkið kemur frá 15 löndum, þar á meðal frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu, nokkrum Evrópulöndum og Mexíkó.

Mánudaginn 2.  og þriðjudaginn 3. október verða haldnir fundir í rannsóknarverkefni sem nefnist GEMex (Cooperation in Geothermal energy research Europe-Mexico for development of Enhanced Geothermal Systems and Superhot Geothermal Systems). Tilgangurinn er að afla þekkingar og þróa aðferðir til að nýta heit og örvuð jarðhitakerfi, sem og kerfi sem flokkast undir að vera ofurheit.

Miðvikudaginn 4. og fimmtudaginn 5. október fer fram alþjóðleg jarðvarmaráðstefna sem er jafnframt  lokaráðstefna á einu yfirgripsmesta samstarfsverkefni sem ÍSOR hefur tekið þátt í. Verkefnið nefnist IMAGE (Integrated Methods for Advanced Geothermal Exploration) og hefur staðið yfir í fjögur ár. Markmið þess var að þróa nýjar aðferðir til að rannsaka og meta jarðhitakerfi og staðsetja borholur með markvissari hætti.
Alls tóku 19 aðilar þátt í verkefninu, þ.e. 11 jarðvísindastofnanir og 8 jarðhitaiðnfyrirtæki.

 

Hægt er að kynna sér viðburðina nánar og nálgast dagskrá HÉR

Til baka