Fara í efni

Akureyrarvaka í Hofi - Dagskrá

Það verður af ýmsu að taka í Menningarhúsinu Hofi á Akureyrarvöku! 

 

FÖSTUDAGUR

 

Á föstudagskvöldið fara fram tónleikarnir Hávaðasamar vættir þar sem tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, ásamt Daníel Friðriki Böðvarssyni gítarleikara og Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur sellóleikara koma fram og horfa til nýrra og fornra heima tóna og hljóða. Tónleikarnir fara fram í Nausti og hefjast kl. 22. Eins og með aðra viðburði Akureyrarvöku í Hofi er enginn aðgangseyrir á tónleikana og ekki þarf að panta miða. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir!

 

LAUGARDAGUR

 

Á laugardaginn er komið að skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Skátarnir verða með Kassaklifurkeppni fyrir utan Hof milli kl. 13-16 en á sama tíma innanhús verða sirkusstöðvar með Húlladúllu. Hefur þig alltaf dreymt um að starfa í sirkús? Nú er tækifærið til að sýna hvað í þér býr!

Í Hömrum verður Danspartý fyrir fjölskylduna frá kl. 13.30-14.30. Tónlist og ljós fara í gang klukkan 13 og við hvetjum alla krakka, foreldra og fjölskyldur að koma og hrista á sér rassinn. Dagskráin hefst svo klukkan 13:30 með ýmsum danssporum og leikjum þar sem Kata Vignis, dansarar og DJ Ívar ætla að halda uppi stuðinu! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, komdu og vertu með í þessari gleðisprengju!

Í Hamragili kl. 14-14:30 verða Popup tónleikar þegar blásarakvintettinn Norð-Austan 5 bjóða gestum og gangandi í Menningarhúsinu Hofi uppá sumarlegt og skemmtilegt prógramm sem samanstendur af fallegum útsetningum á íslenskum þjóðlögum eftir Pál Pampichler Pálsson í bland við útdrátt úr verkinu „myndir af sýningu“ eftir Modest Mussorgsky. Einnig má heyra býflugu á sveimi á einhverjum tímapunkti og hinn hugljúfa jazz-standard „Summertime“ eftir Gershwin.

Leikarinn og söngvarinn Felix Bergsson, úr Gunna og Felix, mætir í Hamra frá kl. 15-15:30 með viðburð sem kallast Felix syngur fyrir börnin. Felix hefur um árabil unnið að barnaefni, talsett, skrifað, leikið og sungið. Hann mun stíga á svið í Hofi og syngja sín vinsælustu lög og rabba við börnin um lífið og tilveruna.

Í Hamragili milli kl. 15.30-16 mun hópurinn Arctic Opera, klassísk þjálfaðra óperusöngvara á Norðurlandi, stíga á stokk undir listrænni stjórn Michael Jóns Clarke. Söngvarar dagsins verða Helena Guðlaug Bjarnadóttir sópran, Michael Jon Clarke bariton og Guðrún Ösp Sævarsdóttir mezzosópran. 

Opnun myndlistarsýningar Gunnars Kr. Formglíma, blek og blý fer fram í Hamragili kl. 16.  Listamaðurinn verður á svæðinu til kl. 18. Sýningin sjálf verður í húsinu til 31. október. Gunnar mun svo bjóða upp á leiðsögn um sýninguna á sunnudeginum. Leiðsögnin hefst kl. 13. 

Kl. 16.30 – 17.00 er aftur komið að Popup tónleikum Norð-austan 5. 

Á kaffihúsinu Garúnu verður notaleg stemning með Tríói Akureyrar milli 19-20 þegar tónleikarnir Dægurlagadaður fara fram en þar spila íslensk dægurlög stærsta hlutverkið. Tríóið er skipað tónlistarmönnunum Valmari Väljaots tónlistarsjentílmanni, Jóni Þorsteini Reynissyni afburðanikkara og Erlu Dóru Vogler söngskvísu. Um að gera að koma og njóta ljúfra tóna og veitinga á Garúnu.

Um kvöldið, milli kl. 20-22, fara fram tónleikarnir Þó líði ár og öld - Tónaútgáfan þar sem saga Tónaútgáfunnar rakin í tali og tónum. Um sönginn sjá þau Erna Hrönn, Magni Ásgeirs, Stebbi Jak, Stefán Elí og Summi Hvanndal. Hljómsveitina skipa Eyþór Ingi Jónsson á orgel og hljómborð, Haukur Pálmason á trommur, Kristján Edelstein á gítar, Magni Ásgeirs á gítar og Summi Hvanndal á bassa. Kynnir er Þorsteinn G. Gunnarsson. Eins og með aðra viðburði Akureyrarvöku er frítt inn á tónleikana sem verða í Hamraborg. Mikilvægt er að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

 

SUNNUDAGUR

 

Á sunnudeginum kl. 13 er komið að leiðsögn um sýninguna Formglíma – blek og blý. Myndlistamaðurinn Gunnar Kr leiðsegir gestum um sýningu sína.

Kl. 14 er komið að Filmumönnum en í tilefni af 30 ára frumsýningarafmæli fyrstu myndar Filmumanna verða sýndar myndirnar  Spurning um svar, Skotinn í skónum, Negli þig næst og GAS í samstarfi við Menningarhúsið Hof, Garúnu og Akureyrarbæ. Á undan hverri mynd verður boðið uppá spurningar til aðstandenda myndanna og þau munu svara af sinni alkunnu snilld. Sýningin er í Hömrum og við bendum gestum á að veitingastaðurinn Garún er opinn og gestir hvattir til að fara með veitingarnar í salinn meðan á sýningum stendur.

Enginn annar en sjálfur Herbert Guðmundsson mætir í Garún/Hamragil kl. 16:30-17:30 með alla sínu helstu slagara. Þátttakendur í skemmtilegasta hjólaviðburðinum Tweed ride enda túrinn á viðburðinum. Herbert tekur nokkur lög en svo verða viðurkenningar veittar fyrir hjólaviðburðinn í hléi. Svo stígur Herbert aftur á svið og klárar sína dagskrá eins og honum einum er lagið.

 

Enginn aðgangseyrir er á viðburðina sem fram fara í Hofi á Akureyrarvöku. Verið öll hjartanlega velkomin meðan húsrúm leyfir.

 

Opnunartími verslunarinnar Kistu í Hofi á Akureyrarvöku er til 22 á föstudagskvöldið og 17 á laugardaginn og sunnudag. Opnunartími Garúnar á föstudag og laugardag er frá 10-23 og sunnudag 10-18. Vekja má athygli á því á Garún mun bjóða upp á happy hour en tímasetningin er auglýst á facebookar síðu Garún. 

 

Dagskrá Akureyrarvöku eins og hún leggur sig er að finna á www.akureyrarvaka.is 

Til baka