Fara í efni

Akureyrarvaka hefst í dag

Akureyrarvaka hefst í dag og mun Menningarfélag Akureyrar að sjálfsögðu taka virkan þátt í hátíðarhöldunum.  

Í dag föstudag klukkan 18 verður leiðsögn um sýninguna „Stórval í 110 ár“ í Hofi en þar mun Tinna Stefánsdóttir, langafabarn listamannsins, segja frá og fjalla um einstaka verk.

Draugar fortíðar munu svo bregða á leik í Samkomuhúsinu klukkan 21 þegar gamla leikhúsið breytist í alvöru draugahús sem er alls ekki fyrir viðkvæma.

Spunabandið TUSK verður í Nausti í kvöld klukkan 21 með jazzskotna tónleika í boði 1862 Nordic Bistro og Menningarfélagsins.

 

Vísindasetrið í Hofi hefst klukkan 13 á laugardaginn og stendur til klukkan 16. Þar verður hægt að fræðast um allt milli himins og jarðar. 

Þátttakendur í Vísindasetrinu að þessu sinni eru: EFLA verkfræðistofa, Raftákn, Menningarfélag Akureyrar, Norðurorka, Eimur, Fab lab Akureyri, Vistorka, Skákfélag Akureyrar, Leikjagerðin, Vaðlaheiðargöng, Nýsköpunarmiðstöðin, Húlladúllan og N4. Það er svo enginn annar en Vísinda Villi sem verður með stórsýningu í setrinu klukkan 13.30 og 15.30. 

Nánari upplýsingar um viðburðina má finna á vefnum akureyrarvaka.is

Til baka