Fara í efni

Afi Gissi kveður

Framundan er viðburðarík helgi hjá Menningarfélagi Akureyrar. Nú er komið að leikslokum hjá afa Gissa og félögum í söngleiknum Gallsteinar afa Gissa. Verkið hefur verið sýnt í Samkomuhúsinu við frábærar undirtektir en síðasta sýningin, á sunnudaginn, verður sú tuttugasta í röðinni af þessari frábæru skemmtun.

Á föstudaginn verða tónleikarnir Út við himinbláu sundin haldnir í Hömrum í Hofi. Þar verða gömlu góðu söngkonurnar heiðraðar og saga þeirra rifjuð upp í tali og tónum ásamt gömlu lögunum sem þær gerðu vinsæl og hafa lifað með þjóðinni í mörg ár.

Svo má ekki gleyma Ella Fitzgerald heiðurstónleikum á hamingjustund á 1862 í Hofi. Tónlistarfólki Andrea Gylfadóttir, Phil Doyle, Kristján Edelstein og Stefán Ingólfsson sjá um fjörið.

Til baka