Fara í efni

Ævintýri á aðventunni kemur öllum í jólaskap

Mynd: Sindri Swan
Mynd: Sindri Swan

Jólaverkið  Ævintýri á aðventunni verður sýnt í Samkomuhúsinu helgina 9. og 10. desember. 

Ævintýri á aðventunni er gleðilegt jólasöngverk úr smiðju sviðslistahópsins Hnoðra í norðri og er fyrir börn á aldrinum 5-10 ára aldri en ætti að koma öllum aldurshópum í jólaskap. 

Í sýningunni skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt. Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir, en aðalsmerki hennar eru frábærlega fyndnir og hnittnir textar með orðaleikjum auk þess sem tónlist hennar er mjög aðgengileg og yndisleg áheyrnar.

Verkið er stutt og laggott, eða um 30 mín að lengd, fyndið og efniviður sóttur í hinn undarlega íslenska jólasöguarf.

Leikstjóri verksins er Jenný Lára Arnórsdóttir, sem einnig hannar leikmynd eða ljós. Búningar eru úr smiðju Rósu Ásgeirsdóttur. Flytjendur eru Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og söngkonurnar Björk Níelsdóttir og Erla Dóra Vogler.

Miðasala á mak.is. Athugið; Takmarkaður sýningafjöldi!

Til baka