Fara í efni

Aðeins tvær sýningahelgar eftir

Senn líður að lokum sýninga á Skugga Sveini Leikfélags Akureyrar en aðeins eru tvær sýningahelgar eftir. Núna um helgina eru tvær sýningar en þá mun enginn annar en leikhússtjóri sjálfur, Marta Nordal, stökkva inn í hlutverk útilegumannsins Ögmundar í fjarveru leikkonunnar Maríu Pálsdóttur.

Helgina á eftir, sem jafnframt er síðasta sýningahelgin, fara fram þrjár sýningar, á föstudagskvöld og laugardagskvöld, auk þess sem það verður síðdegissýning á laugardeginum. 

Skugga Sveinn hefur fengið frábærar viðtökur og dóma. Ekki missa af þessari ógleymanlegu sýningu. Miðasala er hér.

Til baka