Fara í efni

Aðeins fjórar sýningar eftir

Nú eru aðeins fjórar sýningar eftir af söngleiknum Vorið vaknar. Sýningin hefur slegið í gegn hjá áhorfendum og gagnrýnendum. Þeir sem ekki hafa séð sýninguna eða vilja sjá hana aftur er bent á að tryggja sér miða HÉR sem allra fyrst áður en það verður of seint. Hér eru dæmi um umsagnir áhorfenda:

„Var heilluð af kraftinum og orkunni sem nánast lyfti manni upp úr sætinu“

„Mögnuð sýning. Hreyfir vel við tilfinningaskalanum“

„Dúndur sýning“

„Ofsalega kraftmikið, sorglegt meinfyndið, fallegur söngur og vel heppnuð leikmynd og búningar“

„Þvílíkur kraftur og orka, fádæma glæsilegur flutningur söngs og tóna, masterclass hjá eldri kynslóðinni og gredda í þeim yngri“

„Stórkostleg sýning“

„Óður til lífsneistans sem býr í ungu fólki“

„Einhver besta leiksýning sem ég hef séð hjá LA lengi“

„Þessi sýning á skilið rífandi góða aðsókn“

„SPRING AWAKENING“
Eftir Steven Slater og Duncan Sheik. Flutt með leyfi Nordiska APS Copenhagen

Uppfærsla söngleiksins á Broadway hlaut átta Tony verðlaun auk fjölda annarra verðlauna og tilnefninga.

Til baka