Fara í efni

Ábyrgt viðburðarhald í Hofi og Samkomuhúsinu á tímum covid

 

  • Framhús og almenningsrými Hofs eru stór og rúmgóð. Þau eru opin og aðgengileg viðburðagestum og almenningi með takmörkunum á viðburðum.  Gestir og starfsfólk  gætir sjálft að nándartakmörkum.  
  • Opnað er fyrr inn í sali til að minnka raðamyndun við innganga.  
  • Áhorfendur yfirgefa sali eftir sýningu/tónleika samkvæmt leiðbeiningum framhússtarfsfólks svo nánd milli áhorfenda verði ekki of mikil. 
  • Sótthreinsun svæða í almenningsrýmum og sölum er meiri en alla jafna og enn meiri þegar viðburðir eru í gangi með áherslu á snertifleti eins og hurðarhúna, snyrtingar, lyftur, borð, stóla, ræðupúlt og handrið.
  • Húsinu er skipt upp í sóttvarnarsvæði þar sem hámarksfjölda samkomubanns eða samþykktum undanþágum er fylgt. 
  • Inngangar í sóttvarnarsvæði sala eru aðskildir ef þörf krefur vegna gestafjölda.
  • Snertiflötum á gestasvæðum fækkað eins og unnt er.  
  • Sótthreinsun á helstu snertiflötum í sölum er ávallt framkvæmd á milli viðburða. 
  • Starfsfólk Menningarfélags Akureyrar bera grímu samkvæmt gildandi fjarlægðarmörkum. 
  • Gestir eru hvattir til að sýna ábyrgð, sinna einstaklingsbundnum smitvörnum og bera grímur þar sem ekki er hægt að tryggja gildandi fjarlægðarmörk. Grímur verða til sölu í miðasölu Hofs og Samkomuhússins gegn vægu gjaldi.

Hjálpumst að – við erum öll almannavarnir

Til baka