Fara í efni

ABBA tvenna í Hofi á laugardaginn

Einvalalið íslenskra söngvara og tónlistarmanna flytur lög hinnar goðsagnakenndu ABBA í Hofi á laugardaginn. Tvennir tónleikar verða haldnir en uppselt er á þá fyrri og aðeins örfáir miðar til á þá síðari. 

Söngkonurnar Hansa, Jóhanna Guðrún, Selma Björnsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir og Regína Ósk flytja öll frábæru lögin þessarar einnar vinsælustu hljómsveit allra tíma. 

Hægt er að panta miða og veitingar frá Múlabergi á mak.is. Veitingarnar bíða þín í hléinu. Gerðu gott kvöld enn betra!

Til baka