Hamraborg
Hamraborg skapar fullkomna umgjörð fyrir viðburði af ýmsu tagi, hvort sem um er að ræða tónleika, danssýningar, ráðstefnur eða annað. Í salnum er 280 fermetra svið með hljómsveitargryfju og hægt er að aðlaga það að þörfum notenda hverju sinni. Hamraborg hentar sérstaklega vel fyrir rafmagnaða og órafmagnaða tónlist enda hljómburður salarins eins og best verður á kosið. Á veggjum eru hljóðskildir úr timbri og einnig eru hljóðgardínur til dempunar á ómtíma. Í salnum eru 21 flugrá, sviðstjöld og annar búnaður sem notendur hússins geta fengið afnot af.
Fyrir framan inngang Hamraborgar er rúmgóður og fallegur forsalur sem er tilvalinn fyrir móttökur fyrir og/eða eftir viðburði. Þar er einnig staðsettur bar sem alltaf er opinn á undan viðburðum og í hléi.
Athugið að ekki er hægt að nýta Hamraborg og Hamraborg svið samtímis.
Búnaður fyrir tónleika og aðra viðburði
Innifalið í salarleigu fyrir tónleika
- Grunntæknibúnaður
- 6 hljóðnemar
- 2 sviðshátalarar
- 1 hljóðblöndunarborð
- Snúrur og statíf
- Föst lýsing
- Grunnlýsing (6 Martin TW1, 7 Source4 110V,
4 ADB Warp, 11 Robe Spiider, 8 AYRTON EURUS-S) - Ljósaborð
- Hljóðdrapperingar
- Stillanlegur ómtími
- Baksviðsaðstaða
- Græna herbergið
- Hár og smink aðstaða
- 6 búningsherbergi
- Þráðlaust intercom
- Pallar undir trommusett
- Uppsetning
- Frágangur
- 4 tíma húskeyrsla
- 4-6 klst undirbúnings- og æfingatími
Annar búnaður og þjónusta í boði
- Þráðlausir hljóðnemar
- Fluguhljóðnemar + móttakarar
- Hljóðnemar á hljóðfæri
- Monitorar
- Kórpallar
- Sviðspallar
- Flygill
- Trommusett
- Fjölrása hljóðmixer
- DI box
- Skjávarpi og tjald
- Promter 42" skjár + tölva
- Hljóðmaður
- Ljósamaður
- Monitormaður
- Sýningarstjóri
- Framhússtarfsmenn
Búnaður fyrir fundi
Innifalið Í SALARLEIGU
- Skjávarpi
- Tjald
- Tölva
- Grunnlýsing (6 Martin TW1, 6 Source4 110V,
4 ADB Warp, 11 Robe Spiider, 8 AYRTON EURUS-S) - Ræðupúlt með hljóðnema
- Aðgangur að þráðlausu neti
- Uppsetning
- Frágangur
ANNAR BÚNAÐUR OG ÞJÓNUSTA Í BOÐI
- Pallborðshljóðnemar
- Þráðlausir hljóðnemar
- Fluguhljóðnemar + móttakari
- Skjár á rúllustandi
- Auka tölva
- Afnot af flygli
- Töskugeymsla
- Tæknimaður
- Streymi/upptaka