Fara í efni
Dags Tími
25 .jún 20:00
Verð: 3.900 kr.

Söngkonan Sessý leiðir hóp úrvalshljóðfæraleikara í hljómsveitinni Úna Mas og flytja þau latíntónlist í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, laugardagskvöldið 25. júní í samvinnu við Listasumar á Akureyri. Þetta er einstakt tækifæri til að upplifa hina suðrænu rytma eins og Salsa, Bólero, Cha Cha og fleiri stílar í lifandi tónlist með tónlistarfólki sem hefur einlæga ástríðu fyrir latíntónlist. Tónlistin þetta kvöldið verður ýmist róleg & rómantísk, sjóðheit & fjörug eða einhvers staðar þar á milli. Lögin sem hljómsveitin spilar eru eftir listamenn á borð við Beny Moré, Celiu Cruz, Gloriu Estefan, Los Panchos, Jose Feliciano og fleiri ásamt íslenskum lögum í nýjum búning.

Hljómsveitina skipa Baldvin Snær Hlynsson (píanó), Birgir Steinn Theódórsson (kontrabassa), Einar Scheving (slagverki), Reynir Hauksson (gítar) og Sesselja (Sessý) Magnúsdóttir (söng).