Fara í efni
Dags Tími
31 .okt '19 20:00

Um þessar mundir eru 100 ár liðin frá útgáfu Svartra fjaðra, fyrstu ljóðabókar Davíðs Stefánssonar. Davíð var einungis 24 ára þegar bókin kom út og hlaut bókin fádæma góðar viðtökur.

Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir munu vefa saman ferðalag í tali og tónum þar sem þær segja frá Davíð og verkum hans, með áherslu á ljóðin úr Svörtum Fjöðrum.

Frumflutt verða ný lög eftir Helgu Kvam og Þórhildi Örvarsdóttur sem samin eru sérstaklega að þessu tilefni.

 

Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir hafa í tvígang verið hluti af stuttum stofutónleikum í Davíðshúsi og áhugi á áframhaldandi vinnu með verk hans kviknaði þar. Helga og Þórhildur ferðuðust um landið sumarið 2018 og fluttu dagská um skáldkonuna Huldu þar sem sagt var frá lífi hennar og störfum, ljóð hennar flutt og tónlist við ljóð hennar.