Fara í efni
Dags Tími
28 .mar '19 20:00
29 .mar '19
30 .mar '19
31 .mar '19
01 .apr '19
02 .apr '19
03 .apr '19
04 .apr '19
05 .apr '19
06 .apr '19
07 .apr '19
08 .apr '19
09 .apr '19
10 .apr '19
11 .apr '19
12 .apr '19
13 .apr '19
14 .apr '19
15 .apr '19
16 .apr '19
17 .apr '19
18 .apr '19

Hjartnæmt heimildaverk um blákaldan sannleikann sem konur sjómanna glíma við þegar erfiðleikar steðja að úti á hafi.

Skjaldmeyjar hafsins er nýtt leikverk úr smiðju þeirra sem sýndu heimildaleikverkið Elska – ástarsögur Norðlendinga, sem var ein vinsælasta gestasýningin hjá LA haustið 2016. Þá var umfjöllunarefnið ástin en í þetta sinn eru það ónefndar hetjur hafsins, eiginkonur sjómanna, sem eru umfjöllunarefnið.

 

Í verkinu skyggnumst við inn í líf þriggja eiginkvenna sjómanna og kynnumst þeirra sýn á lífið og hvernig þær tækla óvissuna, óttann og sorgina þegar háska ber að á hafi úti og þær eru í landi.

 

Sjómennska hefur verið samofin íslensku samfélagi frá alda öðli. Fáar stéttir lenda í þeim háska og áskorunum sem sjómenn standa frammi fyrir í starfi sínu. Starfi sem krefst æði mikils af þeim, jafnvel lífs þeirra. Af því eru til margar sögur. Hins vegar fer minna fyrir sögum um eiginkonur þeirra; konurnar sem ganga í gegnum óttann og óvissuna og örlögin með þeim á einn eða annan hátt. Konurnar sem sjá um heimili, börn og buru á meðan þeir eru í löngum túrum. Þær sem bíða milli vonar og ótta í öllum veðrum og eru jafnvel sjálfar að takast á við sína eigin erfiðleika á sama tíma og þær eru stoð og stytta sjómannsins, fjölskyldunnar og heimilisins. Hérna eru þeirra sögur.

Höfundur og leikstjóri: Jenný Lára Arnórsdóttir

Tónlistarstjóri: Ármann Einarsson

Leikarar: Jónína Björt Gunnarsdóttir, Vala Fannell og Katrín Mist Haraldsdóttir

Ljósahönnun/tæknimaður: Arnþór Þórsteinsson

Leikmynd og búningar: Sara Blöndal

Framleiðsla: Arna Kristín Sigfúsdóttir

 

Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Artik og Leikfélags Akureyrar. Verkið er fyrsta frumsýningin í röð gróðurhúsaverkefna Leikfélags Akureyrar.

Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra.