Fara í efni
Hljómleikabíó
Dags Tími
14 .mar 16:00
Verð: 7.900 kr.

Kvikmyndin Saga Borgarættarinnar markar upphaf kvikmyndagerðar á Íslandi. Myndin var gerð af Nordisk Films Kompagni eftir samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar sem færði honum frægð og frama í Danmörku. Hún var að stærstum hluta tekin upp á Íslandi haustið 1919 en frumsýnd ári síðar og telst til stórmynda norrænnar kvikmyndasögu á tíma þöglu myndanna.

 

Leikstjóri myndarinnar var Gunnar Sommerfeldt sem einnig lék eitt aðalhlutverkið. Aðalleikarar voru flestir danskir nema Guðmundur Thorsteinsson, betur þekktur sem myndlistarmaðurinn Muggur, en hann lék aðalsögupersónuna, Ormarr Örlygsson, og þótti fara á kostum í myndinni.

 

Saga Borgarættarinnar vakti gríðarlega athygli og var sýnd í allt að fimmtán löndum þegar hún kom út. Hérlendis var hún frumsýnd snemma árs 1921 og hefur allar götur síðan verið hjartfólgin Íslendingum. Löngu eftir tilkomu talmynda var hún sýnd reglulega í Nýja Bíói fyrir fullu húsi þar til Sjónvarpið tók við sýningarkeflinu um 1970.

 

Til að fagna 100 ára afmæli myndarinnar hefur Kvikmyndasafn Íslands í samvinnu við Dansk Film Institut endurgert myndina á stafrænu formi í háskerpu. Þórður Magnússon tónskáld hefur samið tónlist við myndina enda tímabært að hún fái sína eigin frumsömdu tónlist á aldarafmælinu. Þórður hefur helgað sig tónsmíðum í rúman aldarfjórðung og hlotið margvíslegar viðurkenningar. Tónlistin er samin fyrir 40 manna hljómsveit og sér Sinfóníuhljómsveit Norðurlands um lifandi flutning við myndina.

 

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur á undanförnum árum sérhæft sig í flutningi kvikmyndatónlistar, bæði á sýningum og til upptöku. Þetta er eitt stærsta verkefni hennar af þeim toga enda um að ræða þriggja tíma langa þögla kvikmynd. Hljómsveitin nýtur traustrar leiðsagnar hins rómaða finnska hljómsveitarstjóra Petri Sakari. Hann þarf vart að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum því að hann var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil og hefur stýrt mörgum stórum tónlistarverkefnum um allan heim.

 

Einstakur listviðburður sem ekki verður endurtekinn!

 

Leikstjóri kvikmyndar: Gunnar Sommerfeldt

Tónlist: Þórður Magnússon

Lifandi flutningur: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari

 

Sons of the Soil – A Unique Film Concert

The film Sons of the Soil marks the beginning of film-making in Iceland. It was produced by Nordisk Films Kompagni by Gunnar Gunnarsson’s novel of the same name which brought him fame in Denmark. It was largely shot in Iceland in autumn 1919 and premiered a year later, one of the great films of Nordic film history during the silent movie era.

The director was Gunnar Sommerfeldt, who also played one of the leading roles. The leading actors were mostly Danish, apart from Guðmundur Thorsteinsson, better known as artist Muggur, who played the main character Ormarr Örlygsson and was widely praised for his performance.

Sons of the Soil drew a lot of attention and was shown in fifteen countries upon its release. In Iceland, it premiered early in 1921 and has been dear to the Icelandic people since. Long after the arrival of talking pictures, it was regularly shown in Nýja Bíó, to a full house, until the public broadcasting company took over around 1970.

To celebrate the film’s 100th anniversary, the Icelandic Film Archive, together with Dansk Film Institut, has reconstructed it in digital form and high definition. Composer Þórður Magnússon has composed a film score, as it is high time the film got its own original score on its centennial. Þórður has worked as a composer for over 25 years and received various awards and recognitions. The score is written for an orchestra of 40, and performed live by SinfoniaNord.

SinfoniaNord has in recent years specialized in performing film scores, both live and recorded. This is one of its biggest projects so far, as it is a three hour long silent movie. The orchestra is conducted by the safe hands of famous Finnish conductor Petri Sakari. He needs no introduction to Icelandic music lovers as he was the chief conductor of the Iceland Symphony Orchestra for years and has conducted many great musical projects around the world.

 

A unique artistic event which won’t be repeated!

 

Director: Gunnar Sommerfeldt

Score: Þórður Magnússon

Live music: SinfoniaNord

Conductor: Petri Sakari