Fara í efni
Akureyrarvaka
Dags Tími
27 .ágú '22 16:30

Kvintettinn Norð-Austan 5 bjóða gestum og gangandi í Menningarhúsinu Hofi uppá sumarlegt og skemmtilegt prógramm á Akureyrarvöku. Það samanstendur af fallegum útsetningum á íslenskum þjóðlögum eftir Pál Pampichler Pálsson í bland við útdrátt úr verkinu "myndir af sýningu" eftir Modest Mussorgsky. Einnig má heyra býflugu á sveimi á einhverjum tímapunkti og hinn hugljúfa jazz-standard "Summertime" eftir Gershwin.

 

Kvintettinn Norð-Austan 5-6 var stofnaður árið 2016, með það að markmiði að sameina hljóðfæraleikara sem búa við fámenni í tónlistarlífinu í sínu byggðarlagi og hafa ekki oft tækifæri til að spila góða kammertónlist. Hér eru saman komnar konur, búsettar á Seyðisfirði, Neskaupstað, Reyðarfirði, Akureyri og í Svarfaðardal. Kvintettinn hefur leikið vítt og breitt um norður- og austurland með ríka áherslu á tónlistarfræðslu og hljóðfærakynningar.

Kvintettin skipa:

Hildur Þórðardóttir, þverflauta

Gillian Haworth, óbó

Vigdís Klara Aradóttir, klarinett

Dagbjört Ingólfsdóttir, fagott

Ella Vala Ármannsdóttir, horn

Pop up tónleikarnir eru framlag Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á Akureyrarvöku.