Fara í efni
A! gjörningahátíð
Dags Tími
03 .okt '20 20:00

Páll Haukur útskrifaðist með MFA frá CalArts í Los Angeles 2013 og hefur allar götur síðan verið iðinn við að sýna og fjalla um myndlist. Hann býr í Reykjavík þar sem hann starfar með galleríinu BERG Contemporary og kennir við Listaháskóla Íslands.
Páll Haukur hefur síðustu ár verið að skoða gjörninginn í gegnum hugmyndir um skúlptúra og skúlptúra á forsendum gjörninga. Útkoman hefur verið margsskonar en flestir gjörningar Páls hverfast í kringum stakar og einfaldar aðgerðir sem ætlað er að draga athygli að íverubundnum aðstæðum verks og áhorfanda.

Á A! Gjörningahátíð ætlar Páll að sýna verkið Skissa fyrir fleka sem er sérstaklega unnið fyrir hátíðina. Verkið tekur mið af málverkinu Medúsa-Flekinn eftir hinn franska, rómantíska málara Théodore Géricault. Verkið segir frá óförum frönsku freigátunnar Medúsu er hún strandaði undan ströndum Afríku árið 1816. Skipverjar byggðu fleka sem átti að koma þeim yfir á nærliggjandi strönd en á honum fórust flestir. Á innan við tveimur vikum hafði skipbrotsfólkið byrjað að drepa og éta hvort annað.

Verkinu er ætlað að reyna að nálgast manneskjuna frammi fyrir náttúrunni og vitneskjunni um eigin hverfulleik.

Frítt á alla gjörninga A!