Fara í efni
Dags Tími
30 .sep '18 16:00

Frumsamin lög og þjóðlagaútsetningar úr ýmsum  áttum. Flytjendur segja frá og spjalla við áheyrendur um lögin. Tónlistarupplifun og góð skemmtun í bland.

Hanna Dóra og Snorri flytja nýjar útsetningar á þjóðlögum úr nágrannasveitum hvers tónleikastaðar. Á Akureyri munu þau flytja nýjar útsetningar á lögum úr Eyjafirði.

Hanna Dóra Sturludóttir hefur sungið hátt í 50 óperuhlutverk í mörgum helstu óperuhúsum Þýskalands og Íslensku Óperunni.

Snorri Sigfús Birgisson hefur samið einleiksverk, söngverk, kammertónlist, raftónlist, kórtónlist og sinfónísk verk auk þess að útsetja fjöldann allan af íslenskum þjóðlögum.

Hanna Dóra Sturludóttir, sópran 

Snorri Birgisson, píanó