Fara í efni
Dags Tími
28 .sep 21:00
Verð frá 8.990 kr.

Hljómsveitin Nýdönsk heldur sína árlegu stórtónleika í Hofi, Akureyri þann 28. september og í Eldborg þann 21. september

Fáar íslenskar hljómsveitir hafa sent frá sér jafn marga smelli og nægir þar að nefna lög eins og Hjálpaðu mér upp, Flugvélar, Frelsið, Alelda og Fram á nótt sem dæmi. Áhorfendur geta bókað örugga og góða skemmtun þegar þessi hljómsveit telur í enda hafa kannanir sýnst að fáum listamönnum er betur treystandi fyrir líflegri sviðsframkomu, útgeislun og kraftmiklum hljóðfæraleik.

Hljómsveitina skipa þeir:
Daníel Ágúst Haraldsson
Björn Jörundur Friðbjörnsson,
Jón Ólafsson
Ólafur Hólm
og Stefán Hjörleifsson.

Þeim til aðstoðar verða Ingi Skúlason og Guðmundur Pétursson.

Á tímum gervigreindar þykir mikilsvert að geta séð alvöru fólk spila á hljóðfærin sín og Nýdönsk er svo sannarlega raunveruleg og hefur verið það í áratugi.

Nýdönsk – í raun og veru.