Dagsetning: 19.03.2020
Tími: 20:00
Salur: Hamrar

Norræn ljóð

Íris Björk og Hjalti Þór hafa á undanförnum tveimur árum komið fram saman í gegnum nám sitt í Listaháskóla Íslands. Þar hafa þau lagt áherslu á að vinna saman verk eftir norræn tónskáld. Nú koma þau norður í land og flytja verk eftir fjögur norræn tónskáld. Þau eru Jean Sibelius frá Finnlandi, Edvard Grieg frá Noregi, Ture Rangström frá Svíþjóð og Tryggvi M. Baldursson. Á tónleikunum verða flutt þrjú verk eftir hvert tónskáld og stuttlega sagt frá hverju tónskáldi fyrir sig.

Viðburðurinn hlaut styrk frá listsjóðnum VERÐANDI.