Fara í efni
Dags Tími
06 .okt '19 14:00

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir barokkselló.

 

Tónabrunnur ótæmandi og mikil gersemi eru sellósvítur J.S. Bachs. Hér gefur að heyra fimmtu og sjöttu svítuna, en þær eru nokkuð sérstakar hvað varðar stillingu hljóðfærisins og því dálítið sjaldnar leiknar. Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leikur þær á tvö selló, annað fjögurra strengja en hitt fimmstrengja. Eru strengirnir níu af girni eins og á tímum Bachs og fást úr þeim öllum samanlögðum margslungnir hljómar.

 

Steinunn hefur lengi verið búsett í Frakklandi og starfað þar með hinum virtustu barokkhópum, en ekki látið það aftra sér frá því að leika með þeim íslensku líka: Nordic Affect, Brák og Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju. Hún er stofnandi kammerhópsins Corpo di Strumenti, einnig skáld og lagasmiður, og hefur staðið fyrir ótal kammer- sóló- og skáldskaparuppákomum á Norðurlandi og víðar. Hún er nú sest að á Akureyri.

 

Það er Tónlistarfélag Akureyrar sem stendur fyrir þessum viðburði.