Fara í efni
Dags Tími
01 .júl '20 17:00

Frá og með 1. júlí verður líf og fjör í Menningarhúsinu Hofi á miðvikudögum. Veitingarstaðurinn Eyrin, verslunin Kista og tónlistarfólkið Ívar Helgason og Jónína Björt taka höndum saman.

Alla miðvikudaga frá og með 1. júlí til 30. júlí verður Miðvikudagskonfekt í boði í Hofi frá kl. 17-19. Veitingastaðurinn Eyrin verður opinn með lifandi tónlist þar sem Ívar og Jónína flytja allskonar tónlist. Kista verður opin og mun hún færast nær veitingastaðnum. Þá verður sumarseðill á Eyrinni ásamt því að ,,Happy Hour” verður á barnum. ,,Búbblubar” verður settur upp á miðvikudögum þar sem hægt verður að gæða sér á konfekti og freyðivíni. Fornbílasýning verður á hverju miðvikudagskvöldi í júlí í kjölfarið á þessum viðburði fyrir þá sem hafa áhuga ásamt því að myndlistarsýning verður í gangi í allt sumar á vegum Menningarfélags Akureyrar.