Fara í efni
Unglingastig Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar á 4. stigi, sem samansett er af börnum úr 8.-10. bekk, setur upp verkið Hryllingsögn á þessari önn. Sýningin er samansett úr þremur af verkum Edgar Allan Poe, Svikula hjartað, Hrafninn og Gríma rauða dauðans. Sýningin er í Samkomuhúsinu og allir hjartanlega velkomnir.
Dags Tími
13 .apr '19 19:00

Hryllingsögn. 

Unglingastig Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar á 4. stigi, sem samansett er af börnum úr 8.-10. bekk, setur upp verkið Hryllingsögn á þessari önn. Sýningin er samansett úr þremur af verkum Edgar Allan Poe, Svikula hjartað, Hrafninn og Gríma rauða dauðans. Poe var uppi á fyrri hluta 19. aldar og er þekktastur fyrir hryllingsögur sínar og talinn frumkvöðull glæpasagnanna sem og fyrirrennari vísindaskáldskapsins. Hann nýtti ritmennsku sína oft í það að koma á framfæri siðfræðilegum eða trúarlegum boðskap. 

Í þessum þremur sögum er komið inná á ýmis þemu. Í Svikula hjartanu nýtir Poe sér Macbeth til andagiftar og tekur sagan á samvikunni og afleiðingum semviskubits sem og tilgangslausum morðum. Hrafninn fjallar um sorgina. Poe missti ungur að árum móður sína og síðar konuna sína aðeins 24 ára gamla. Hér býr hann til stóra myndlíkingu þar sem hann persónugerir sorgina sem svartan hrafn. Í Gríma rauða dauðans leikur Poe sér með heimspekilega hugmyndafræði eins og óumflýjanleika dauðans, lífsferilinn og vannýtni þess að stinga höfðinu í sandinn.

Um leikstjórn verksins sér Vala Fannell. Leikgerð gerði Lindsey Price og Súsanna Svavarsdóttir sá um íslenska þýðingu. 

Athugið að atriði i verkinu eru  ekki við hæfi ungra barna eða fyrir viðkvæma (10+). 

Sýningin er í Samkomuhúsinu 

Enginn aðganseyrir.