Fara í efni
Dags
27 .maí '24
28 .maí '24

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands býður nemendum í þriðja, fjórða og fimmta bekk grunnskóla á Akureyri á skólatónleikana Karnival dýranna eftir Saint-Saëns.

Sögumaður er Arnþór Þórsteinssson en stjórnandi er engin önnur en Greta Salóme. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir.

Karnival dýranna er stór dýragarðsfantasía sem skipt er niður í 14 hluta sem innblásnir eru af jafnmörgum dýrum.

Fyrsti kaflinn er eins konar forleikur að sögunni en næstu tólf þættir lýsa ljónum, hænum, skjaldbökurm, fílum, fiskum, fuglum og öðrum dýrum. Í lokin hittast svo öll dýrin og fagna.

Tónleikarnir fara fram í Hofi mánudaginn 27. og þriðjudaginn 28. maí. Við hlökkum að taka á móti ykkur krakkar!