Fara í efni
Dags Tími
18 .sep 20:00
Verð: 8.900 kr.

FORSALA TIL 5. JÚLÍ

 

Það verður mikið um dýrðir þegar Jónas Sig ásamt hljómsveit gengur til liðs við hina sönnu kvikmyndahljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, í Hofi þann 18 september 2021. Tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Þórður Magnússon hefur unnið með Jónasi og hljómsveit hans að sinfónískum útsetningum af vel völdum perlum Jónasar auk nýs efnis og verður afraksturinn hljóðritaður til útgáfu á þessum spennandi tónleikum. Komdu og upplifðu hljómleikaplötu í smíðum í Hofi og láttu ljós þitt skína á milli laga.

 

Jónas Sig: Söngur - gítar

Ómar Guðjónsson - gítar

Guðni Finnsson - bassi

Tómas Jónsson - hljómborð

Arnar Þór Gíslason - trommur

 

Greta Salóme - fiðla og bakraddir

Eyþór Ingi Gunnlaugsson - gítar og bakraddir