Fara í efni
Dags Tími
26 .nóv '22 12:00
Það verður heldur betur hátíðlegt í Hofi á laugardaginn milli klukkan 12-17 þegar Garún Bistró, Kista og Hof taka saman höndum og búa til jólalega stemningu.
 
Alvöru kökuhlaðborð með hnallþórum, smurbrauðstertum, pönnsum og allskonar kræsingum verður á boðstólnum hjá Garún og Kista verður stútfull af jólakjólum, jólaskarti, jólagjöfum, jólakertastjökum og allskonar fíneríi.
 

✨ Grenikransar og lifandi skreytingar frá Salvíu
✨ Handvaldar gæðavörur frá EIK verzlun
✨ Merkimiðar og kort frá Studio Vast
✨ Matarupplifun og sælkeravörur frá Matlifun

Komdu í Hof um helgina og gerðu þér glaðan dag. Við lofum að það verður tekið vel á móti þér!