Fara í efni
Dags
08 .des '19

Dansnemendur Steps Dancecenter sýna jólaævintýrið Hvít jól sem er sérstaklega samið fyrir þessa sýningu. Ævintýrið er eftir Karen Jóhannsdóttur.

Mannfólkið er í óðaönn að undirbúa jólin. Mikil tilhlökkun og spenningur er komin hjá börnunum, fullorðna fólkið á fullu að taka til, baka og gera klárt. Á norðurpólnum er jólasveinninn ásamt álfunum sínum að búa til leikföng og hreindýrin tilbúin að fljúga um víða veröld til að koma gjöfunum til skila. Leikföngin vakna til lífsins og sjá má fallegu norðurljósin dansa á himnum.

Loksins rennur upp sú hátíðlega stund
Börnin vakna spennt en samt létt í lund.
Jólin eru komin, nú skulu allir dansa
Skreyta þarf jólatréð, húsin og jólakransa.
Við ykkur ég segi gleðileg jól,
Gleði og gæfa með hækkandi sól
brosi þér himinn heiður og blár,
og hlýlegt þér verði hið komandi ár.

Danssýningin er opin fyrir almenning.