Fara í efni
Ráðstefna
Dags Tími
14 .mar '20 09:00
Verð: 5.900 kr.

Heill heimur í samvinnu við fjölda fagaðila stendur fyrir ráðstefnu um heilsu, laugardaginn 14. mars nk. í Hofi, Akureyri.

Ráðstefna þessi var haldin fyrir fullu húsi 5. október og 2. nóvember í Salnum Kópavogi.

Á ráðstefnunni verður streita í brennideplinum en hún hefur mikil áhrif á líf okkar, bæði jákvæð og neikvæð. Það hefur sýnt sig að því betur sem við skiljum streituna því betur þolum við hana. Margvísleg heilsufarsvandamál, bæði andleg og líkamleg, eru vel þekktar afleiðingar langvarandi streitu en hins vegar er margt sem við getum sjálf gert til að takast betur á við áskoranir lífsins og þar með þolað álag betur og náð jafnvægi í lífsstíl. 

Markmiðið að hvetja konur og karla á öllum aldri að huga vel að eigin heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hvernig hægt er að viðhalda góðri heilsu og fyrirbyggja heilsubrest en einnig hvernig hægt er að snúa við óheillavænlegri þróun með lífsstílsbreytingum.

Dagskrá ráðstefnunnar er einkar fjölbreytt. Aðalfyrirlesari er Kristín Sigurðardóttir slysa-og bráðalæknir, aðrir fyrirlesarar eru Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir, Gyða Dröfn Tryggvadóttir lýðheilsufræðingur, Lukka Pálsdóttir, sjúkraþjálfari, Lilja Kjalarsdóttir, sameindalíffræðingur og Pálmi Óskarsson læknir. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari leiðir gesti í endurnærandi gongslökun og fundarstjóri er Finnur Friðriksson.

Ráðstefnan er ætluð bæði almenning og fagfólki -hún er fyrir alla sem vilja huga að sinni heilsu með því að fá góða fræðslu, sem sett er fram á aðgengilegan, mannlegan og líflegan hátt.

Þetta höfðu gestir m.a. að segja sem mættu á ráðstefnuna í Salnum.:
„Takk fyrir frábæra ráðstefnu í dag. Man ekki eftir að hafa setið heila ráðstefnu þar sem ég held athygli allan tímann og leiðist ekki eina mínútu. Allt frábærir fyrirlesarar."
„Allir fyrirlestrarnir eiga erindi til karla jafnt sem kvenna, hittu beint í mark. Ég gæti hugsađ mér ađ fara aftur. Missiđ ekki af þessari frábæru fræđslu".
„Frábær morgunn, sannarlega þess virði."
„Hjartans þakkir fyrir frábæra ráðstefnu."
„Frábær dagur og mjög áhugaverðir fyrirlestrar takk fyrir mig!"