Fara í efni
Dags
19 .maí '19

 

Buster Keaton - Hershöfðinginn - Glæný tónlist


Kvikmynda- og tónlistarunnendur eiga gott í vændum þann 19. maí. Hin stórkostlega mynd Buster Keaton, Hershöfðinginn/The General verður sýnd í nýrri staðfærðri útgáfu í Hofi við lifandi undirleik Svansins. Tónlistin er glæný – eftir Davíð Þór Jónsson sem nýlega var krýndur Norðurlandameistari í kvikmyndatónlist. Frumflutningurinn fékk fullt hús stiga hjá Jónasi Sen - fimm stjörnur! "Mig langaði til að standa upp og hrópa Halleljúja! ... Eftirminnilegt og frumlegt ... Mögnuð tónlist og líflegur tónlistarflutningur".

Þetta er sprengifimur kokteill sem enginn má missa af: Svanurinn – Davíð Þór Jónsson – ódauðleg kvikmyndaklassík – ný íslensk tónlist við kvikmyndaklassík.

 

Frítt fyrir 12 ára og yngri

 

Viðburðurinn hlaut styrk frá listsjóðnum VERÐANDI