Fara í efni
RIGG viðburðir
Dags Tími
11 .des '20 19:00
11 .des '20 21:00
12 .des '20 19:00
12 .des '20 22:00
Verð frá 6.990 kr.

Hinir árlegu jólatónleikar Friðrik Ómars og Rigg viðburða fagna fimm ára afmæli í Hofi í desember. Það má með sanni segja að tónleikarnir hafi vaxið og dafnað ár frá ári en margar af skærustu söngstjörnum
þjóðarinnar hafa glatt gesti Hofs með stórkostlegum flutningi á söngperlum jólanna í desember. Sem fyrr fær gestgjafinn, Friðrik Ómar, til sín góða vini í sófann og saman stíga þau á stokk og framkalla hverja gæsahúðina á fætur annarri.

Sérstakir gestir:
Björgvin Halldórsson
Diddú
GDRN
Hera Björk
Jógvan Hansen
Páll Óskar

Ekki má gleyma hljómsveit Rigg viðburða sem er undir stjórn Ingvars Alfreðssonar. Sannarlega viðburður sem enginn má missa af!
Fylgist vel með á facebook síðu Heima um jólin:

https://www.facebook.com/heimaumjolin