Fara í efni
Dags Tími
19 .jún '19 17:00

Á kvenréttindadaginn minnumst við Frú Elísabetar Jónsdóttur kvenréttindakonu og tónskálds frá Grenjaðarstað á 150. aldursári hennar. Við heiðrum frúna með því að flytja tónlist hennar og frumsýna heimildamynd um hana í Hömrum.

Frú Elísabet naut tónlistarmenntunar ung að árum í Húsinu á Eyrarbakka sem á þeim tímum var vagga menningar á suðurlandi og þegar hún flytur að Grenjaðarstað má segja að hún endurskapi það heimilið þar.

Frú Elísabet barðist fyrir kosningarétti kvenna á Íslandi, tók þátt í stofnun kvenfélaga, stofnaði blað til að skrifa greinar um málefni kvenna sem og önnur samfélagsmál. Hún var ein af þeim fyrstu til að fá lög sín birt á prenti og einnig til að gefa út sönglagahefti. Þrátt fyrir þetta allt hefur minning frú Elísabetar smám saman dofnað í tímans rás. Þó lifa sögurnar um ástarlíf hennar enn meðal fólks. Allt um það í heimildamyndinni Frú Elísabet.


Tónlistarflutningur á hátíðinni verður í höndum:

Ásdísar Arnardóttur, selló
Fanneyjar Kristjáns Snjólaugardóttur, söngur
Kvennakórs Akureyrar, kórsöngur
Mariku Alavere, fiðlu
Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur, píanó og kórstjórn

Fínn klæðnaður er viðeigandi á þessarri hátiðarstundu og viljum við hvetja allar konur til að klæðast upphlut eða peysufötum.

 

Enginn aðgangseyrir er á viðburðinn - allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

 

Viðburðurinn hlaut styrk frá listsjóðnum VERÐANDI