Fara í efni
Dags Tími
02 .júl '21 16:00
Hafiði prufað að blanda saman prjóni og Pimm's á könnu? Hvað með hvítvín og hekl?

Nú eða bara bróderað með bjór á kantinum í hópi fólks með sama áhuga á hannyrðum?
 
Ef ekki, þá eruði sérdeilis heppin því á föstudaginn 2. júlí fáiði tækifæri til að prufa allt þetta, og meira til því Sigrún hannyrðapönkari ætlar að mæta á drekkutíma BARR kaffihússins í Menningarhúsinu Hofi og hita upp fyrir smiðjur helgarinnar.

Mætið með eigin handavinnu, hvort sem þið eruð að tálga, skrautskrifa, prjóna, orkera eða bara spjalla saman og fáum okkur eitthvað gott að drekka á meðan!

 

Hægt er að skoða verk Sigrúnar á www.sigruncraftivist.com/ og Instagram/sigruncraftivist.
 
Viðburðurinn er hluti af Listasumri.
Skoðaðu fleiri skemmtilega viðburði á www.listasumar.is