Fara í efni
Danssýning
Dags Tími
14 .nóv '22 18:00

Spinn Danskomaniet er atvinnudansflokkur með dönsurum sem eru bæði fatlaðir og ófatlaðir, og hefur aðsetur í Gautaborg í Svíþjóð. Þau hafa mikla ástríðu fyrir listinni að dansa og að ögra steríotýpum þegar kemur að því að skilgreina hvað dans er og hvað hann getur verið. 

Danssýningin Hannah Felicia í uppsetningu Spinn Danskompaniet fjallar um systrabönd og samband tveggja manneskja. Eða erum við einungis að sjá tvær hliðar á sömu manneskjunni? Sem þráir að vera séð, viðurkennd og elskuð. 

Höfundur verksins er danshöfundurinn Lára Stefánsdóttir, en hún notar oft eigin forsendur dansara sem útgangspunkt í upphafi. Hún var listrænn stjórnandi og danshöfundur hjá Íslenska dansflokknum til margra ára og hefur hún unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín. Tónlistin í dansverkinu Hannah Felicia er samin af íslenska tónskáldinu Högna Egilssyni, sem hefur gefið út tónlist á vegum hins þekkta úgáfufyrirtækis Erased Tapes og samið tónlist fyrir gagnvirka verkefnið Project XO á vegum Sadler´s Wells í Bretlandi. Hljóðhönnun er í höndum Þórarins Guðnasonar.

Í lok verksins verða umræður við Láru Stefánsdóttur danshöfund.  Unnur Anna Árnadóttir dansari og rekstrarstjóri Dansstúdíó Alice mun stýra umræðunum, sem fara fram á íslensku. 

Verkið er með lesnum sjóntexta. 

 

Listrænn stjórnandi
Veera Suvalo Grimberg
Danshöfundur
Lára Stefánsdóttir
Dansarar
Hannah Karlsson
Felicia Sparrström
Tónlist
Högni Egilsson
Hljóðhönnun
Þórarinn Guðnason
Búningar
Charlotte von Weissenberg
Ljósahönnun
Jonathan Fischhaber

Tæknimaður
Simmel Åslund
Myndefni
Anna Ósk Erlingsdóttir
Förðun og hár
Hannah Lindoff
Framleiðandi
Danskompaniet Spinn
Producentbyrån
Þakkir
Frida Mårtensson
Klas Grimberg

Lengd verksins er 35 min og umræður fylgja í kjölfarið.