Fara í efni
Dags Tími
13 .apr '19 20:00

Frábærar viðtökur hafa verið á nýjasta leikverki Gaflaraleikhússins: Fyrsta skiptið  og hafa nú verið sýndar 35 sýningar í Hafnarfirði og hátt í sex þúsund ungmenni, foreldrar og fólk á öllum aldri hafa lagt leið sína í leikhúsið til að hlægja dátt.
Því miður þurftum við að hætta sýningum í Gaflaraleikhúsinu en það er okkur mkil ánægja að bæta við einni aukasýningu í Hofi á Akureyri 13. 

Silja Huldudóttir gagnrýnandi hjá Morgunblaðinu gaf sýningunni 4 stjörnur og sagði að hún væri: "Fyndnasta sýningin á höfuðborgarsvæðinu" og valdi hana síðar sem eina af sjö bestu sýningum ársins
 
Allir muna eftir fyrsta skiptinu. Fyrstu ástinni, kossinum, ástarsorginni, fyrsta stefnumótinu, og fyrstu kynlífsreynslunni. Ástin og kynhvötin spila stóra rullu á unglingsárunum og flestir muna eftir sömu óvissunni....Er ég nóg! nógu sæt(ur), með nógu stór brjóst (typpi) og nógu mörg like? Höfundar og leikstjóri hafa fléttað saman á grenjandi fyndinn hátt fjölda af frásögnum af „Fyrsta skiptinu“ í leik og söng  til að sýna okkur að öll eigum við okkar allskonar fyrstu skipti og það er langt frá því að vera fullkomið
 

Verkið er eftir Arnór Björnsson, Berglindi Öldu Ástþórsdóttur, Ingu Steinunni Henningsdóttur, Mikael Emil Kaaber og Óla Gunnar Gunnarsson og leikstjórann Björk Jakobsdóttur sem hefur sýnt að hún hefur einstakt lag á að gera frábærar sýningar fyrir ungmenni.

Höfundarnir leika flestir sjálfir í „Fyrsta Skiptinu“ en Diljá Pétursdóttur leysti af Ingu af í verkinu eftir áramót. Þau eru öll ungmenni sem hafa skapað sér nafn í íslenskum leik- og skemmtibransa og eru þekkt andlit hjá unglingum og ungmennum. Óli og Arnór hafa nú þegar sett upp tvær leiksýningar og margir muna eflaust eftir leikritunum Unglingurinn  og Stefán rís  sem voru sýnd við miklar vinsældir í Gaflaraleikhúsinu.

 
Það hefur verið stefna Gaflaraleikhússins í nýjum íslenskum ungmennaverkum að láta ungt fólk skrifa og leika í verkunum. Það  setur allt annan tón í verkið og hittir betur í mark þegar jafningjar fjalla um veruleika ungmenna og leika unglinga en þegar fullorðnir gera það.