Fara í efni
Dags Tími
10 .mar '17 20:00
11 .mar '17

Nýtt dansverk eftir Siggu Soffíu frumsamin tónlist eftir Jónas Sen

"Ástríðan fyrir listforminu skín í gegn í uppistandi í byrjun sýningar og líkamnaðist svo í dansinum, Ástríða sem ekkert fær stöðvað"

Síðastliðin ár hefur danshöfundurinn Sigga Soffía fært okkur stór verk á borð við flugeldasýningarnar á Menningarnótt, opnunarsviðsverk 29´Listahátíðar í Reykjavík Svartar Fjaðrir í Þjóðleikhúsinu og verkið “Og himinninn kristallast” fyrir Íslenska dansflokkinn.  Verkin hennar hafa ekki farið framhjá neinum og hefur Sigga Soffía verið áberandi í Ísensku menningarlífi í mörg ár.

Þessi kraftmikli listamaður hefur nú skapað nýtt verk þar sem hún miðlar reynslu sinni úr hversdeginum og sem dansari í magnað sólóverk FUBAR sem frumsýnt var í Gamla bíó síðastliðin oktober.  Sýningin saman stendur af hreyfiefni, söng og texta eftir Siggu Soffíu auk þess sem Jónas Sen kemur fram og flytur lifandi tónlist. Leikmynd er eftir myndlistarmanninn Helgi Már Kristinsson og búningar eftir Hildi Yeoman.

“10.oktober 2014 - gat ég ekki reimað skóna mína því ég var svo ólétt, við vorum í Smárabíó og það var eins og einhver væri að reka skrúfjárn endurtekið niður fæðingarveginn, ég engdist um í sætinu að hluta til af sársauka en að hluta vegna tilhugsunarinnar um að ég myndi fæða barnið mitt í Smáralindinni…”

“Nóvember 2010 - las ég í bók að sársauki er bara mjög sterk tilfinning." 

Sigga Soffía hefur í þrígang verið tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem danshöfundur ársins. Verkið Himinninn kristallast hlaut ein Grímuverðlaun af þremur tilnefningum. Verk hennar Svartar Fjaðrir og var opnunarsviðsverk Listahátíðar í Reykjavík 2015 var tilnefnt til 3 grímuverðlauna en Jónas Sen og Hildur Yeoman unnu einnig í því fengu bæði tilnefningu fyrir bestu búninga og tónlist.

FUBAR hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda í Reykjavík og á landsbyggðinni er nú á ferð um landið.

"Verkið byrjar á því að áhorfendur fá að kynnast Siggu, ansi vel, en ansi hratt líka. Hún fer á skemmtilegu hundavaði yfir ýmsa þætti í persónuleika sínum, og ýmsa atburði í lífi sínu á einlægan hátt. Smám saman tekur dansinn yfir og við fáum að upplifa hér um bil allt hreyfigallerí dansarans.

Hún byrjar hægt og vekur upp hungur hjá áhorfandanum sem þyrstir í að sjá þennan fallega líkama gera meira og þessa fallegu konu túlka meira. Það fær hann líka, því að í verkinu er stígandi sem kallast á við starf dansarans… byrjar með upplifun sem kveikir innblástur..." Ragnheiður Eiríksdóttir, Pressan 

FUBAR er framleitt af Níelsdætrum í samvinnu við Gamla bíó, Dansverkstæðið, Reykjavíkurborg og Menningarsjóði VÍB. FUBAR á ferðalagi er stykt af Flugfélagi Íslands og Vodafone.

Listrænn stjórnandi: Sigríður Soffía Níelsdóttir

Dansari: Sigga Soffía

Tónlist: Jónas Sen

Leikmynd: Helgi Már Kristinsson

Búningar: Hildur Yeoman

Verkefnastjóri: Emilía Sigurðardóttir

Textar: Sigga Soffía