Dagsetning: 22.09.2019
Tími: 11:00

Barnamorgunn-Töfrar kvikmyndatónlistar Lói þú flýgur aldrei einn

Viltu kynnast mikilvægi tónlistar í kvikmyndum og hvernig blæbrigði tóna skapa persónur og skipta máli í framvindu myndar? Andrea Gylfadóttir tónlistarkennari og söngkona leiðir börnin inní undraheim tónlistar og fer með þau í heimsókn á æfingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem undibýr sig fyrir bíótónleika fyrir alla fjölskylduna síðar þennan sama dag.

Aldur: 6-12 ára. Skráning fer fram HÉR. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

NORÐURORKA er styrktaraðili Barnamorgna Menningarfélags Akureyrar. Ekkert þátttökugjald er á Barnamorgnum.