Dagsetning: 13.10.2019
Tími: 11:00

Barnamorgunn - Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist

Barnamorgunn í Samkomuhúsinu!

Umskiptingar bjóða í ævintýralegt ferðalag um þjóðsagnaarf okkar Íslendinga. Lesnar verða sögur, sungnir söngvar og sprellað. Þjóðsagnapersónur úr barnasýningunni Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist mæta á svæðið.

Komdu og vertu með!

Börn 6-13 ára eru velkomin í Samkomuhúsið á meðan húsrúm leyfir. 

 

NORÐURORKA er styrktaraðili Barnamorgna Menningarfélags Akureyrar. Ekkert þátttökugjald er á Barnamorgnum