Fara í efni
Dags Tími
02 .maí '20 16:00

Þessir tónleikar verða færðir í ljósi aðstæðna. Flytjendur eru í leit að nýrri dagsetningu, henni verður breytt um leið og hún finnst og þá mun sala hefjast. Fylgist endilega með hér.  

Désirée Mori mezzósópran og Þóra Kristín Gunnarsdóttir flytja sönglög eftir Ölmu Mahler, Alexander von Zemlinsky og Johannes Brahms. Alma Mahler var Þóru og Désirée innblásturinn að þessum tónleikum, þar sem lög hennar fá að njóta sín í sögulegu og listrænu samhengi. Auk verka Ölmu verða flutt lög eftir kennara hennar Alexander von Zemlinsky. Þráðurinn er svo rakinn enn lengra aftur í tímann til Johannes Brahms, sem var ein helsta fyrirmynd Zemlinsky við upphaf ferils hans. Sönglög Ölmu einkennast af miklu hugmyndaflugi og persónulegum stíl hennar. Zemlinsky svífur milli lífs og dauða, veruleika og imyndunar. Þekktasta sönglag þessara tónleika er líklega Feldeinsamkeit eftir Brahms, en þar er það fegurðin i einfaldleikanum og hinu náttúrulega sem ræður ríkjum.

Viðburðurinn hlaut styrk frá listsjóðnum VERÐANDI.