Komdu norður!

Ráðstefnubærinn Akureyri er heill heimur út af fyrir sig. Bærinn er friðsæll, stutt á milli staða og auðvelt er að halda hópum saman í leik og starfi. Fyrsta flokks þjónusta er í boði á öllum sviðum og leikur einn að gera vel við sig og sína. Möguleikar til afþreyingar eru óþrjótandi allan ársins hring, hvort sem um er að ræða skoðunarferðir, hópefli, íþróttir, menningarviðburði, kynningar eða fræðslu.

Fjölbreytt þjónusta er við ferðamenn á Akureyri. Á jarðhæð Hofs er starfrækt Upplýsingamiðstöð ferðamanna.  Starfsmenn Upplýsingamiðstöðvarinnar veita upplýsingar um gistimöguleika, veitingar, afþreyingu, veður, færð á vegum, áætlunarferðir, skipulagðar ferðir og margt fleira á Norðurlandi og víðar um land. Þar er einnig hægt að nálgast upplýsingabæklinga, bóka gistingu og kaupa ferðir, ferðakort, göngukort, póstkort, frímerki og fleira.

Hof


Í Upplýsingamiðstöðinni eru nettengdar tölvur og símar sem hægt er að fá aðgang að gegn gjaldi. Upplýsingamiðstöðin er opin allt árið (afgreiðslutími).

 

Úrval gistimöguleika
Á vefsíðu Akureyrarstofu má finna upplýsingar um úrval gistimöguleika á Akureyri og nágrenni.  

 

Flugfélag Íslandsflýgur 7-14 sinnum á dag til Akureyrar. Frá Reykjavík er aðeins 45 mínútna flug til Akureyrar. Sími: 570 3000 

 

Höldur

Framúrskarandi þjónusta á fimmtán stöðum um land allt. Allar stærðir og gerðir bíla. Sími: 461 6000

 

Viðburðastofa Norðurlands
Býður upp á úrvalsþjónustu í tengslum við hvers konar viðburði og skemmtanahald. info@vidburdastofa.is 

Ferðaskrifstofa Akureyrar
Sími: 4600600 og netfang: aktravel@aktravel.is                       

Saga Travel           
Sími: 558 8888 og netfang sagatravel@sagatravel.is
                      
Nonni Travel

Sími: 461 1841 og netfang: nonni@nonnitravel.is
           
Ferðaskrifstofan Trans Atlantic           
Sími: 588 8900 og netfang: info@transatlantic.is
           
SBA – Norðurleið
Sími: 550 0700 og netfang: sba@sba.is
                                  
Bílar og fólk
Sími: 461 1106 og netfang: bogf@bogf.is