Fara í efni

Óvæntur glaðningur frá fjórða bekk Oddeyrarskóla

„Þetta var óvænt ánægja í morgunsárið,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarhússins Hofs sem fékk heldur betur skemmtilega heimsókn í vinnuna í morgun þegar fjórði bekkur Oddeyrarskóla, ásamt kennurum sínum, afhenti teikningar í þakklætisskyni fyrir skemmtilega heimsókn í Hof þar sem þau upplifðu tónleikasýningu Tónlistarfélags Akureyrar Stúlkuna í turninum.

„Það var virkilega gaman að fá þessar fallegu teikningar frá þessum glaða og ánægða áheyrendahópi úr Oddeyrarskóla en þau voru hluti af 1100 börnum sem komu í hús við þetta tækifæri,“ segir Kristín Sóley.

Stúlkan í turninum var samstarfsverkefni Tónlistarfélags Akureyrar, List fyrir alla, Menningarhússins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. „Við hlökkum öll til að skoða myndirnar enn betur og ekki síður að fá þessa flottu krakka aftur í hús við fyrsta tækifæri.“

Til baka