Fara í efni

Kynntu þér dagskrá Hofs í nóvember

Nú er víst kominn nóvember og því ekki seinna vænna en að skoða dagskrána í Hofi.

Mánuðurinn hefst af krafti föstudaginn 3. nóvember með Uppgjöri á bleikum október  sem er viðburður Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Dagskráin hefst kl. 16 með kynningu á félaginu en svo mæta Hrafnhildur og Guðrún frá Sjálfsrækt og fara yfir mikilvægi þess að sýna sjáfum sér sjálfsmildi. Eftir afhendingu á ágóða söfnunnar Dekurdaga kemur sjálf Sirrý Arnardóttir og fer yfir gagnleg ráð um góð samskipti. Auk þessa verða starfsmenn og sjálfboðaliðar frá Krabbameinsfélaginu á staðnum og bjóða upp á upplýsingar og spjall að viðburði loknum. Viðburðinn er öllum opinn.

Strax eftir listamannaspjallið, á laugardaginn kl. 14, er komið að málþingi á vegum Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftlagsmálum. Markmið málþingsins, Á brún hengiflugsins?, er að skapa vettvang fyrir opið samtal og skoðanaskipti um umhverfis- ogloftlagsmálin á Akureyri, stuðla að aukinni þekkingu og vitund um þau og virkja bæjarbúa til þátttöku.

Á laugardagskvöldið 4. nóvember er komið að því sem margir hafa beðið eftir; stórtónleikum GusGus í Hofi. Rafveitan GusGus snýr aftur til norðursins og tryllir hug og hjörtu norðanfólks. GusGus verður með tvennu, fyrri tónleikarnir hefjast kl. 19 og þeir síðari kl. 22. Þetta verður rafmögnuð upplifun líkama og sálar!

Sturtuhausinn, árlega söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri, verður haldin í Hofi fimmtudaginn 9. nóvember.

Sýningin Pabbinn finnur afann verður í Hofi 11. nóvember. Þá leiða leikararnir Sigurður Sigurjónsson og Bjarni Haukur Þórsson saman hesta sína og sér til halds og trausts hafa þeir fengið góðvin sinn og vítamínsprautuna Guðjón Davíð Karlsson í leikstjórastólinn. Fyrir utan miklar vinsældir á Íslandi hafa sýningarnar PABBINN og AFINN verið sýndar í yfir tuttugu löndum á undanförnum árum og notið mikilla vinsælda. Athugið; aðeins ein sýning!

Sinfóníutónleikarnir Egill Ólafsson – Heiðraður fara fram í Hofi 18. nóvember. Eyþór Ingi & Babies ásamt SinfoniaNord flytja lög og tónverk í spariklæðnaði frá glæsilegum ferli Egils Ólafssonar með sérstaka áherslu á Þursaflokksárin. Sérstakir gestir eru Diddú og Ólafur Egill Egilsson en heiðursgestur er sjálfur Egill Ólafsson. Hljómsveitarstjóri er Guðni Franzson.

Hönnunar- og handverkshátíðin Jólailmur í Hofi verður laugardaginn 25. nóvember frá 13-22.Öll velkomin á þennan fallega markað þar sem hægt verður að gera góð kaup fyrir jólin.

Nemendur DSA listdansskóla Akureyrar sýna afrakstur annarinnar á jólasýningunni sinni í Hofi 26. nóvember. Þemað er Home alone eða Aleinn heima og mun miðasala hefjast á allra næstu dögum.

Það verður því í nógu að snúast í nóvember og aldrei að vita nema það bætist í fjölda viðburða. Fylgdust með á mak.is

Til baka