Fara í efni

Heimsfrægi grínistinn Reggie Watts mætir í Samkomuhúsið

Hinn heimsfrægi grínisti, tónlistamaður, leikari og rithöfundur Reggie Watts heimsækir Samkomuhúsið 25. apríl.

Reggie kom síðast til landsins 2010 en mikið hefur gerst síðan og er hann ein skærasta grínstjarna heims þar sem hann blandar saman tónlist og uppistandi á einstakan hátt.

Reggie Watts er hvað frægastur fyrir að vera hljómsveitarstjórinn í The Late Late Show with James Corden. Hann var einnig DJinn á Emmy-hátíðinni 2020.

Netflix-þátturinn hans, Spatial fékk rífandi góða dóma og New York times kallaði hann „rússíbana af vitleysu og veruleikaflótta" og sögðu Reggie vera „áhrifamesta absúrdistann í grínheiminum."

Reggie Watts hefur komið fram á ýmsum hátíðum svo sem Bonnaroo, SXSW, Bumbershoot, Just for Laughs og Pemberton.

Búið ykkur undir algjörlega einstaka og ógleymanlega kvöldstund. Sýningin er 90 mínútur, ekkert hlé.

Miðasala hér!

Til baka