Fara í efni

Barnamenningarhátíð í Hofi

Árlega er aprílmánuður helgaður Barnamenningarhátíð á Akureyri.
Markmið hátíðarinnar er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Leiðarljós hátíðarinnar eru fagmennska, fjölbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi fyrir öll börn og ungmenni.
Vettvangur hátíðarinnar er Akureyrarbær og leitast er við að nýta spennandi og áhugverð rými þar sem börn geta skapað, notið, sýnt og túlkað.

Meginreglan er að aðgengi að viðburðum sé án endurgjalds.
Barnamenningarhátíð á Akureyri tekur mið af markmiðum Menningarstefnu Akureyrarbæjar og aðgerðaráætlun barnvæns sveitarfélags.

Hjá Menningarfélaginu verður mikið um að vera á Barnamenningarhátíðinni.

 

Tónleikar Upptaktsins voru 7. apríl kl 17:00en þá fluttu atvinnuhljóðfæraleikarar verk eftir 10 ungskáld á aldrinum 10-16 ára í Hamraborg.

Hulduverur - Myndlistarsýning nemenda Brekkuskóla opnar föstudaginn 19. apríl kl 10:00 í Hamragili í Hofi.

Hæfileikakeppni Akureyrar 2024 - Stórskemmtilegur viðburður fyrir 5.-10. bekkinga á Akureyri þann 24. apríl kl 16:00 í Hamraborg.

Sumartónar með Emmsjé Gauta og Skandal - Sannkölluð tónlistarveisla á sviði Hamraborgar á sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl 17:00.

Til baka