Fara í efni

CHICAGO! ROXY! Áheyrnarprufur

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn CHICAGO í Samkomuhúsinu í janúar 2023.

Við leitum að leikkonum 25-35 ára í hlutverk ROXY.

Hæfnikröfur eru:

  1. Háskólamenntun í leiklist.
  2. Umtalsverð reynsla eða menntun í söng og dansi.

Prufurnar verða haldnar í Reykjavík 24. til 26. maí.

Prufað verður í söng og leik. Umsækjandur skulu læra einræðu og hluta af lagi Roxýar á íslensku. Sjá hér.

Hér er myndband á ensku til hliðsjónar. 

Notast verður við playback.

Ef þú ert leikkona sem er tilbúin að taka þátt í æfinga- og sýningarferli frá nóvember og fram á vormánuði, þá endilega skráðu þig!

Þórunn Geirsdóttir sýningastjóri gefur allar nánari upplýsingar á netfanginu thorunn@mak.is

Hæfni


Vinsamlegast láttu mynd af þér fylgja umsókninni