Fara í efni

MAJÓ - veitingar

Majó er nýr veitingaaðili í Hofi.

Veitingastaðurinn Majó hefur verið staðsettur í Laxdalshúsi um árabil og hefur sérhæft sig í sushigerð við mjög góðan orðstír. Staðurinn er auk þess þekktur fyrir aðlaðandi stemningu, sushi námskeið og girnilega Pop-up viðburði í Eyjafirði og víðar.

Majó sér um veitingasölu á viðburðum, fundum, veislum og ráðstefnum í Menningarhúsinu Hofi.

Til að byrja með mun Majó sjá um veitingasölu í kringum viðburði þennan fyrsta mánuð ársins, meðan þau eru að koma sér fyrir í húsinu.

Áhersla verður lögð á spennandi veitingar, með asískum áhrifum, þar sem sushi leikur stórt hlutverk.

Fastagestir Majó, sem og aðrir, geta því haldið áfram að njóta veitinga staðarins á nýjum stað í hádeginu og á kvöldin,

í skammdeginu sem og yfir bjartasta tíma ársins.

 

Fyrirspurnir og bókanir á veitingum tengdum viðburðum í Hofi sendist á Alexander hjá : majo@majoiceland.is

Hér má sjá fésbókarsíðu staðarins : https://www.facebook.com/majo.iceland

 

Formleg opnun veitingastaðarins Majó í Hofi verður auglýst von bráðar.