Fara í efni
VERÐANDI
Dags Tími
26 .ágú 20:00
Verð: 3000

Tómleikar eru útgáfutónleikar TOR af samnefndri plötu. TOR mun koma fram í Svarta kassanum ásamt hljómsveit og spila plötuna í heild sinni, en auk þess lauma inn nokkrum óútgefnum lögum og segja nokkrar sögur á bakvið lögin.

TOR er skipuð þeim Dalvíkingum Þorsteini Jakobi Klemenzsyni gitarleikara og Þormari Erni Guðmundssyni söngvara og trommuleikara. TOR varð til þegar þeir ákváðu að keppa saman á Söngkeppni Samfés árið 2018 en þar komust þeir í úrslit og hafa verið að spila æ síðan. 

Þeir koma fram ásamt hljómsveit.  

Tómleikar er hluti af Listviðburðaröð VERÐANDI í tilefni af 10+1 árs afmæli Menningarhússins Hofs.