Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Hamraborg

The Bootleg Beatles og SinfóníaNord

The Bootleg Beatles og SinfóníaNord halda upp á afmæli Sgt. Pepper.

Bítlarnir - Sgt Pepper´s Lonely Hearts Club Band

Ein virtasta og vinsælasta bítlahljómsveit heimsins, the Bootleg Beatles munu halda sannkallaða stórafmælistónleika í haust í samstarfi við SinfóníaNord, en ein merkasta og áhrifamesta plata allra tíma, Sgt Pepper´s Lonely Hearts Club Band er 50 ára á þessu ári.

Þar munu 23 manna hjómsveit SinfoniaNord  og The Bootleg Beatles flytja meistaraverkið í heild sinni ásamt mörgum perlum Bítlana frá þessu blómatímabili þeirra – meðal annars Strawberry Fields, Penny Lane og auðvitað All You Need is Love.

Hljómleikarnir verða í Eldborg, laugardaginn 2. september og Hofi, sunnudaginn 3. september.

Þetta verður frábært og um leið, einstakt tækifæri til að heiðra plötu sem Rolling Stone tímaritið taldi ,,merkustu plötu allra tíma“.

Eða eins og strákarnir fjórir frá Liverpool sögðu ,,A splendid time is guaranteed for all“