Fullorðinsnámskeið
FULLORÐINSNÁMSKEIÐ - FRAMHALD
Fyrir alla 18 ára og eldri.
Fimm vikna leiklistarnámskeið fyrir fullorðna á þriðjudagskvöldum í mars og apríl (frí verður gert á kennslu fyrir páskana). Farið verður í skemmtilegar og krefjandi æfingar og leiki sem efla sjálfstraust, stækka þægindahringinn og virkja ímyndunaraflið. Þó svo að námskeiðið sé framhaldsnámskeið geta allir komið á það sem hafa einhverja reynslu af leiklist eða framkomu eða hafa verið á námskeiðum hjá Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.
Kennt á þriðjudögum kl. 20-22, 2 klst í fimm skipti (14. 21. og 28. mars & 11. og 18. apríl).
Kennari verður Vala Fannell – valafannell@gmail.com
Námskeiðsgjald: 45.000 kr.
Kennsla fer fram í Undirheimum í Hofi sem er til vinstri í kjallara hússins.
Skráning fer fram á Sportabler.
Ef einhverjar spurningar eru má senda póst á lla@mak.is