Fara í efni

Fullorðinsnámskeið

FULLORÐINSNÁMSKEIÐ – FYRIR BYRJENDUR JAFNT SEM LENGRA KOMNA!

Viltu keyra leiklistarhaustið í gang eða viltu ýta þér aðeins út fyrir þægindaramman?

Þann 23.-24. september verður haldið leiklistarnámskeið fyrir fullorðna. Farið verður í skemmtilegar og krefjandi æfingar og leiki sem efla sjálfstraust, stækka þægindahringinn og virkja ímyndunaraflið. Námskeiðið hentar öllum, sama hvort þau hafi enga reynslu, vilji koma sér í gang eftir sumarfríið eða séu hokin af reynslu og langi að bæta við sig eða dusta rykið af gömlum verkfærum. Unnið verður út frá samsetningu hópsins sem og einstaklingum.

Fyrir alla 18 ára og eldri.

Kennt helgina 23.-24. september, kl. 10:00-15:00

 

Kennari verður Jenný Lára Arnórsdóttir

 

Námskeiðsgjald: 40.000 kr.

 

Kennsla fer fram í Undirheimum í Hofi sem er til vinstri í kjallara hússins.

 

Skráning fer fram á Sportabler.

 

Ef einhverjar spurningar eru má senda póst á lla@mak.is