Fara í efni

Fullorðinsnámskeið hefst í mars

FULLORÐINSNÁMSKEIÐ – FYRIR BYRJENDUR JAFNT SEM LENGRA KOMNA!

Kallar sviðsljósið á þig en þú veist ekki hvar þú átt að byrja?

Ertu feimin/n og langar til að fá þjálfun í að standa frammi fyrir fólki?

Langar þig að fara örlítið út fyrir þægindaramman?

Finnurðu hamingjuna í að standa á leiksviðinu?

Sama hvað af þessu á við þig þá ætti leiklistarnámskeið hjá Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar að höfða til þín.
Hóparnir eru ekki of stórir sem þýðir að námskeiðið er einstaklingsmiðað.
Kennarinn tekur mið af þörfum hvers og eins.

Farið verður í skemmtilegar og krefjandi æfingar og leiki sem efla sjálfstraust, stækka þægindahringinn og virkja ímyndunaraflið.
Leikverk og persónur verða skoðaðar til að sjá hvernig líf og leikur skarast og kallast á við hvort annað.

Taktu skrefið í öruggu umhverfi á leiklistarnámskeiði fyrir fullorðna sem
verður haldið í mars-apríl hjá Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.

Unnið verður út frá hópnum og hverjum einstakling fyrir sig og er þetta því fullkomið fyrir byrjendur sem og lengra komna!

Fyrir hverja: Alla áhugasama, 18 ára og eldri.
Tímasetning: Þriðjudagar kl. 20-22 frá 19. Mars - 16. apríl
Hvar: Menningarhúsinu Hofi - Undirheimum

Skráning: Sportabler - https://www.sportabler.com/shop/mak

Verð: 41.000 kr.
Lengd: 10 klst

Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á lla@mak.is

Kennari: Jenný Lára Arnórsdóttir

ATH. að ef lágmarksfjöldi þátttakenda næst ekki fellur námskeiðið niður. Eins verður hópnum skipt upp ef hámarskfjöldi þátttakenda næst.