Dagsetning: 19.07.2018
Tími: 20:00
Salur: Hamrar

Stórveldið sem varð

Heimildarmynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson. 

Fyrir tímabilið 2017 hafði sú umræða verið milli stjórnarmanna Þórs og KA um að slíta samstarfi með kvennaliðið Þór/KA, og svöruðu stelpurnar þeim áætlunum með því að fara nánast ósigraðar í gegnum tímabilið og vinna Íslandsmeistaratitilinn.  Í myndinni fá stjórnarmenn beggja liða að segja sína hlið á málinu, sem og liðið sjálft og þjálfararnir segja hvernig þau upplifðu þetta allt saman, og unnu úr.  "Síðan langaði mig einnig að sýna hvernig Þór/KA varð að þessu óstöðvandi afli sem liðið varð á þessu tímabili" segir Egill Bjarni sjálfur.

Sýning myndarinnar tekur 45 mín.

Íslandsmeistararnir sjálfir verða á staðnum og veita áritanir að sýningu lokinni.

Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir. 

 

Viðburðurinn er styrktur af Listasumri og Menningarfélagi Akureyrar.