Fara í efni
Dags Tími
24 .ágú '18 18:00

Menningarfélag Akureyrar býður uppá leiðsögn um sýninguna „Stórval í 110 ár“  föstudaginn 24. ágúst í Menningarhúsinu Hofi.

Á sýningunni eru verk eftir listamanninn Stefán V. Jónsson, betur þekktum undir listamannsnafni hans, Stórval.  Sýningin er haldin í tilefni þess að 110 ár eru liðin frá fæðingu þessa sérkennilega listamanns. Verkin eru flest í eigu afkomenda Stefáns en þeir eru einnig aðstandendur sýningarinnar. 

Tinna Stefánsdóttir langafabarn listamannsins segir frá honum og fjallar um einstaka verk.

Allir eru velkomnir – enginn aðgangseyrir