Það er okkur sönn ánægja að tilkynna árlega stórtónleika Skonrokkshópsins 2016.
Sem verða sem fyrr í Reykjavík og á Akureyri.
Nánar tiltekið 18. mars í Austurbæ og í Hofi Akureyri 19. mars.
Sem fyrr er það Súpergrúbban Tyrkja Gudda sem að leikur undir hjá bestu rokksöngvurum Íslands í dag.
Stebbi Jak, Eyþór Ingi, Pétur Jesú, Magni & Biggi Gildra skipta á milli sín stærstu númerum rokksögunar,
en á efnisskránni eru lög t.d. Deep Purple, AC/DC, Metalica, Whitesnake, Kiss, Queen og fl.
Þetta verður í 4 skipti sem að sveitin tekur þennan rúnt og alltaf verið frábær aðsókn og það sem meira er, frábær stemning, enda mögnuð skemmtun í alla staði.
Hljómsvetina Tyrkja Guddu skipa þeir Sigurgeir Sigmunds, Einar Þór Jóhanns, Biggi Nielsen, Stefán íkorni Gunnlaugs & Ingimundur Benjamín
Sérstakur gestur sem fyrr er Marshall undrið Ragnar Már Gunnarsson frá Flateyri.
Miðaverð 6.900-
Við leggjum til að þú íhugir þetta - Gefðu rokk í jólagjöf !